Þar segir einnig að eftir helgi verði ekki sama hæglætisveðrið því djúp lægð verður líklega austan við landið á mánudag með strekkings norðanátt og rigningu austast, en hægari og úrkomulítið annarsstaðar. Það verður fremur svalt fyrir norðan og austan, en lægðin fjarlægist landið á þriðjudag og þá ætti veður að skána eitthvað aftur.
Á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, má sjá að greiðfært er um allt land en best er að fylgjast með tilkynningum þar um framkvæmdir og færð. Nánari upplýsingar um veður má finna á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8. Skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum, einkum inn til landsins. Þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 16 stig, svalast við austurströndina.
Á sunnudag:
Suðaustlæg átt, 3-8, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis.
Þokuloft við austurströndina.
Hiti 7 til 17 stig, svalast við austurströndina.
Á mánudag:
Gengur norðaustan 8-15 m/s með rigningu, jafnvel talsverðri á Austurlandi, en úrkomuminna vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast sunnan- og vestanlands.
Á þriðjudag:
Austlæg átt með rigningu, jafnvel talsverð suðaustanlands, en skýjað með köflum og úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 8 til 18 stig, svalast við austurströndina og á Ströndum.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, væta af og til, en bjart með köflum fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning í flestum landshlutum. Kólnandi, einkum norðan- og austanlands.