Ísland hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, gegn Tékklandi og Þýskalandi, en lauk riðlakeppninni á fimm marka sigri gegn Gíneu sem þar með tapaði öllum þremur leikjum sínum.
Ísland endaði því í 3. sæti síns riðils og fer í keppni um Forsetabikarinn, þar sem fyrstu leikur liðsins verður á mánudaginn.
Íslensku stelpurnar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik í dag, 13-11, en juku svo forskotið í seinni hálfleik sem liðið vann 12-9.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir var markahæst í liðinu, samkvæmt skýrslu á vef IHF, með sex mörk úr sjö skotum. Þóra Hrafnkelsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Lydía Gunnþórsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir þrjú mörk hver.