Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Jafna Víking að stigum á toppnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. ágúst 2024 18:31 Blikar fagna. Vísir/Diego Blikar jöfnuðu í kvöld Víkinga að stigum á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á Fram á Kópavogsvelli á meðan Víkingar töpuðu gegn ÍA í Fossvoginum. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og komust í nokkur fín færi á fyrstu mínútum leiksins en tókst hins vegar ekki að skora. Þrátt fyrir færa leysi eftir þessa öflugu byrjun Blika þá stýrðu þeir leiknum frá A til Ö. Á 20. mínútu kom fyrsta mark leiksins þar sem Damir Muminovic skoraði af örstuttu færi á fjærstönginni eftir fína fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni. Aðeins fjórum mínútum síðar komst Aron Bjarnason í algjört dauðafæri. Slapp hann þá skyndilega einn í gegn en skot hans fór hátt yfir. Framarar refsuðu stuttu síðar, því á 31. mínútu skoraði Magnús Þórðarson mark algjörlega upp úr þurru. Fékk hann þá boltann á hægri kantinum og rauk inn á teig Breiðabliks og lét vaða úr þröngu færi og boltinn söng í netinu. Frábær afgreiðsla. Magnús fékk svo algjört dauðafæri á fertugustu mínútu eftir snilldarsendingu frá Fred eftir skyndisókn. Í stað þess að láta vaða á markið guggnaði Magnús og reyndi í stað þess að renna boltanum til hliðar á Djenairo Daniels. Sú sending mistókst algjörlega og staðan því jöfn í hálfleik, 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik og tók þar á meðal nýjasta leikmann Fram, Gustav Dahl, af velli í sínum fyrsta leik. Eftir rúmar tíu mínútur í síðari hálfleik komust Blikar aftur yfir eftir frábæra skyndisókn. Boltinn var þá hengdur fram á Ísak Snæ Þorvaldsson sem lagði boltann fyrir Davíð Ingvarsson með bringunni á vinstri kantinum við miðju vallarins. Tvímenningarnir þutu því næst upp völlinn sem endaði með fyrirgjöf Davíðs á Ísak Snæ sem böðlaði boltanum inn að lokum. Breiðablik jók forystu sína á 67. mínútu þegar Patrik Johannesen skoraði beint úr aukaspyrnu. Um var að ræða algjörar martraðamínútur fyrir Fram þar sem Alex Freyr Elísson gerðist brotlegur þegar aukaspyrnan var dæmd og meiddist þar að auki alvarlega í atvikinu og var borinn af velli á börum. Eftir þetta var ljóst hvernig leikurinn myndi enda og fjaraði leikurinn hægt og rólega út, ef frá er talið eitt sláarskot á lokamínútum leiksins frá Fred, beint úr aukaspyrnu. Atvik leiksins Aukaspyrnumark Patriks gekk frá þessu í dag. Auk þess var það blóðtaka fyrir Fram að missa Alex Frey af velli eftir að hann gerðist brotlegur fyrir aukaspyrnuna sem skorað var úr, en fram að þessu hafði Alex Freyr átt fínan leik. Stjörnur og skúrkar Í mjög jöfnu liði heimamanna þá stóð Ísak Snær Þorvaldsson örlítið upp úr. Hann skoraði annað mark Blika í leiknum, en hann sýndi frábæra takta í aðdraganda marksins. Í liði Fram var, líkt og oft áður, Fred manna bestur. Það er kannski ljótt að henda nýliðanum fyrir rútuna, en Gustav Dahl sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Fram í dag var í litlum takti við leikinn og var tekinn af velli í hálfleik. Dómarar Twana Khalid Ahmed allt í lagi leikur hjá Twana í kvöld. Var þó spar á spjöldin á undarlegum augnablikum þar sem virtist vera um klárt gult spjald að ræða. Þjálfara beggja liða voru hið minnsta ósáttir með ákvarðanir hans á köflum sem skilaði sér í sitthvoru gula spjaldinu á þá fyrir tuð. Stemning og umgjörð Vel mætt á Kópavogsvöll, líkt og oftast er. Tryggingafélagið Vörður bauð frítt á völlinn og var aðsóknin það góð að hamborgararnir kláruðust fyrir leik. Var því þó reddað með því að brunað var í næstu kjörbúð svo svangir vallargestir fengju borgara í gogginn í hálfleik. Mér fannst við ekki eiga sérstaklega góðan leik Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram.Vísir/Sigurjón Ólason „Vonsvikinn að tapa. Við vorum í mjög góðri stöðu í leiknum, 1-1 í hálfleik. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en ég man ekki eftir því að þeir hafi skapað eitthvað mikið þó að þeir hafi verið mikið með boltann,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, svekktur eftir leik. „Við áttum ágætis upphlaup til þess að komast í 2-1. Í seinni hálfleik var ég algjörlega áhyggjulaus þangað til að við tökum langt innkast og þeir fara í skyndisókn og upp úr því skora þeir. Við það breytist leikurinn. Þriðja markið beint úr aukaspyrnu. Þeir áttu varla skot á markið sem Óli þurfti að verja þótt þeir voru mikið með boltann og stýrt leiknum.“ „Mér fannst við ekki eiga sérstaklega góðan leik, hræddir við að passa boltann og halda honum. En það eru miklar breytingar á okkar liði, mikið um forföll og kannski þeir sem eru hvað bestir á boltanum, Thiago og Tryggvi, ekki með og hafa ekki verið með.“ Rúnar gerði tvær breytingar í hálfleik og tók þá af velli Orra Sigurjónsson sem er að koma til bara eftir erfið höfuðmeiðsli og svo nýjasta leikmann Fram, Gustav Dahl, sem Rúnar segir ekki hafa verið í takt við liðið í fyrri hálfleik. Rúnar staðfesti að lokum að meiðsli Alex Freys eru ekki jafn alvarleg og leit út fyrir í fyrstu, en Framarar þurfa að bíða og sjá eftir myndatöku. Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. 19. ágúst 2024 21:49
Blikar jöfnuðu í kvöld Víkinga að stigum á toppi Bestu deildar karla með 3-1 sigri á Fram á Kópavogsvelli á meðan Víkingar töpuðu gegn ÍA í Fossvoginum. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og komust í nokkur fín færi á fyrstu mínútum leiksins en tókst hins vegar ekki að skora. Þrátt fyrir færa leysi eftir þessa öflugu byrjun Blika þá stýrðu þeir leiknum frá A til Ö. Á 20. mínútu kom fyrsta mark leiksins þar sem Damir Muminovic skoraði af örstuttu færi á fjærstönginni eftir fína fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni. Aðeins fjórum mínútum síðar komst Aron Bjarnason í algjört dauðafæri. Slapp hann þá skyndilega einn í gegn en skot hans fór hátt yfir. Framarar refsuðu stuttu síðar, því á 31. mínútu skoraði Magnús Þórðarson mark algjörlega upp úr þurru. Fékk hann þá boltann á hægri kantinum og rauk inn á teig Breiðabliks og lét vaða úr þröngu færi og boltinn söng í netinu. Frábær afgreiðsla. Magnús fékk svo algjört dauðafæri á fertugustu mínútu eftir snilldarsendingu frá Fred eftir skyndisókn. Í stað þess að láta vaða á markið guggnaði Magnús og reyndi í stað þess að renna boltanum til hliðar á Djenairo Daniels. Sú sending mistókst algjörlega og staðan því jöfn í hálfleik, 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik og tók þar á meðal nýjasta leikmann Fram, Gustav Dahl, af velli í sínum fyrsta leik. Eftir rúmar tíu mínútur í síðari hálfleik komust Blikar aftur yfir eftir frábæra skyndisókn. Boltinn var þá hengdur fram á Ísak Snæ Þorvaldsson sem lagði boltann fyrir Davíð Ingvarsson með bringunni á vinstri kantinum við miðju vallarins. Tvímenningarnir þutu því næst upp völlinn sem endaði með fyrirgjöf Davíðs á Ísak Snæ sem böðlaði boltanum inn að lokum. Breiðablik jók forystu sína á 67. mínútu þegar Patrik Johannesen skoraði beint úr aukaspyrnu. Um var að ræða algjörar martraðamínútur fyrir Fram þar sem Alex Freyr Elísson gerðist brotlegur þegar aukaspyrnan var dæmd og meiddist þar að auki alvarlega í atvikinu og var borinn af velli á börum. Eftir þetta var ljóst hvernig leikurinn myndi enda og fjaraði leikurinn hægt og rólega út, ef frá er talið eitt sláarskot á lokamínútum leiksins frá Fred, beint úr aukaspyrnu. Atvik leiksins Aukaspyrnumark Patriks gekk frá þessu í dag. Auk þess var það blóðtaka fyrir Fram að missa Alex Frey af velli eftir að hann gerðist brotlegur fyrir aukaspyrnuna sem skorað var úr, en fram að þessu hafði Alex Freyr átt fínan leik. Stjörnur og skúrkar Í mjög jöfnu liði heimamanna þá stóð Ísak Snær Þorvaldsson örlítið upp úr. Hann skoraði annað mark Blika í leiknum, en hann sýndi frábæra takta í aðdraganda marksins. Í liði Fram var, líkt og oft áður, Fred manna bestur. Það er kannski ljótt að henda nýliðanum fyrir rútuna, en Gustav Dahl sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Fram í dag var í litlum takti við leikinn og var tekinn af velli í hálfleik. Dómarar Twana Khalid Ahmed allt í lagi leikur hjá Twana í kvöld. Var þó spar á spjöldin á undarlegum augnablikum þar sem virtist vera um klárt gult spjald að ræða. Þjálfara beggja liða voru hið minnsta ósáttir með ákvarðanir hans á köflum sem skilaði sér í sitthvoru gula spjaldinu á þá fyrir tuð. Stemning og umgjörð Vel mætt á Kópavogsvöll, líkt og oftast er. Tryggingafélagið Vörður bauð frítt á völlinn og var aðsóknin það góð að hamborgararnir kláruðust fyrir leik. Var því þó reddað með því að brunað var í næstu kjörbúð svo svangir vallargestir fengju borgara í gogginn í hálfleik. Mér fannst við ekki eiga sérstaklega góðan leik Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram.Vísir/Sigurjón Ólason „Vonsvikinn að tapa. Við vorum í mjög góðri stöðu í leiknum, 1-1 í hálfleik. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en ég man ekki eftir því að þeir hafi skapað eitthvað mikið þó að þeir hafi verið mikið með boltann,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, svekktur eftir leik. „Við áttum ágætis upphlaup til þess að komast í 2-1. Í seinni hálfleik var ég algjörlega áhyggjulaus þangað til að við tökum langt innkast og þeir fara í skyndisókn og upp úr því skora þeir. Við það breytist leikurinn. Þriðja markið beint úr aukaspyrnu. Þeir áttu varla skot á markið sem Óli þurfti að verja þótt þeir voru mikið með boltann og stýrt leiknum.“ „Mér fannst við ekki eiga sérstaklega góðan leik, hræddir við að passa boltann og halda honum. En það eru miklar breytingar á okkar liði, mikið um forföll og kannski þeir sem eru hvað bestir á boltanum, Thiago og Tryggvi, ekki með og hafa ekki verið með.“ Rúnar gerði tvær breytingar í hálfleik og tók þá af velli Orra Sigurjónsson sem er að koma til bara eftir erfið höfuðmeiðsli og svo nýjasta leikmann Fram, Gustav Dahl, sem Rúnar segir ekki hafa verið í takt við liðið í fyrri hálfleik. Rúnar staðfesti að lokum að meiðsli Alex Freys eru ekki jafn alvarleg og leit út fyrir í fyrstu, en Framarar þurfa að bíða og sjá eftir myndatöku.
Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. 19. ágúst 2024 21:49
Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. 19. ágúst 2024 21:49
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti