Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 10:26 Varað er við vindi milli Skaftafells og Djúpavogs. vísir/vilhelm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir. Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira
Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu, einkum vestantil, svo sem við Eyjafjörð og á Flateyjarskaga. Að sögn Veðurstofu Íslands mun vatnsborð í ám og lækjum vaxa talsvert og gætu vöð og árfarvegir orðið varasamir. Einnig aukist líkur á aurskriðum og grjóthruni, og ættu ferðamenn því að forðast brattar fjallshlíðar. Hið sama á við á Vestfjörðum þar sem varað er við úrhellisrigningu frá miðnætti til klukkan 3 í nótt, einkum norðantil. Veðurstofan varar við norðanhvassviðri á Breiðafirði og Vestfjörðum frá miðnætti til 21 á morgun, 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum allt að 30 til 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Slæmt ferðaveður á Suðausturlandi og úrhelli á Stöndum og Norðurlandi vestra Gul viðvörun tók gildi fyrir Suðausturland klukkan 9 í morgun og gildir til klukkan 18. Gert er ráð fyrir 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum, hvassast austantil. Má búast við snörpum vindhviðum við fjöll sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Veðrið er sagt varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindum. Vegagerðin varar sérstaklega við miklum vindi á milli Djúpavogs og Skaftafells í dag. Vegfarendur á stærri bílum eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eru beðnir um að vera ekki á ferðinni. Varað er við úrhellisrigningu á Ströndum og Norðurlandi vestra frá klukkan 3 í nótt fram til 23:30 á morgun. Talsverð eða mikil rigning, einkum á utanverðum Tröllaskaga, í Skagafirði og á Ströndum. Vatnsborð í ám og lækjum mun vaxa talsvert og vöð og árfarvegir geta því orðið varasöm. Einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Frekari upplýsingar má finna á vef Veðurstofunnar. Fréttin var uppfærð kl. 11:28 með upplýsingum um viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Norðurland vestra og Strandir.
Veður Tengdar fréttir Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira
Varasamt ferðaveður á Suðausturlandi Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna mikils hvassviðris. Búast má við svörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið að 35 m/sek, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. 22. ágúst 2024 07:06