Í tilkynningu segir að tvær dælubifreiðar Slökkviliðs Fjallabyggðar séu að dæla vatni upp úr fráveitukerfinu ásamt því sem allar lausar dælur eru notaðar.
„Einnig eru komnir tveir dælubílar frá Akureyri og þriðji á leiðinni. Þá mun berast meiri aðstoð bæði frá Akureyri og Dalvík á næstunni. Einnig eru byrjaðir að fyllast brunnar við Eyrarflöt syðst í bænum. Þar eru dælur í fráveitukerfinu sem því miður hafa ekki undan þessu mikla vatnsmagni.“
Vegagerðin hefur beðið vegfarendur á svæðinu að vera ekki á ferðinni um um Siglufjarðarveg (76) milli Siglufjarðar og Hrauns vegna mikillar hættu á skriðuföllum vegna úrkomu. Bent er á hjáleiðir um Lágheiði (82) og Öxnadalsheiði (1) og Ólafsfjarðarveg (82).