Ronda biðst afsökunar: „Á skilið að vera hötuð og fyrirlitin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Ronda Rousey er í frægðarhöll UFC. getty/Brandon Magnus Bardagakonan Ronda Rousey hefur beðist afsökunar á að hafa dreift samsæriskenningamyndbandi um Sandy Hook skotárásina. Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda. MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Sjá meira
Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda.
MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Sjá meira