Mótið í ár unnu Ítalinn Jannik Sinner i karlaflokki og Hvít-Rússinn Aryna Sabalenka í kvennaflokki. Sinner vann Bandaríkjamanninn Frances Tiafoe 7-6 og 6-2 í úrslitaleik karla en Sabalenka vann Jessicu Pegula frá Bandaríkjunum 6–3 og 7–5 í úrslitaleik kvenna.
Það er óhætt að segja að suma hafi rekið í rogastans þegar þeir sáu mismuninn á verðlaunafénu.
Allt var annars eins á þessu móti. Mótið fór fram á sama velli, í sömu viku og leikreglurnar eins. Þrátt fyrir það fékk Sinner yfir milljón dali í verðlaunafé en Sabalenka aðeins rúma 523 þúsund dali.
Á meðan karlameistarinn fékk 144 milljónir íslenskra króna þá fékk kvennameistarinn tæpar 72 milljónir króna eða helmingi minna.
Tennis hefur hingað til talist til íþrótta þar sem konurnar hafa lengi staðið jafnfætis körlunum hvað varðar athygli, umfjöllun og peningaverðlaun. Það er hins vegar langt frá því að vera algilt eins og sést á þessu.