Nuñez lenti upp á kant við stuðningsmenn Kólumbíu eftir leik þjóðanna í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar, Copa América, í júlí.
Nuñez has also been fined $20,000 and is now set to miss his country's 2026 World Cup qualifiers against Paraguay, Venezuela, Peru and Ecuador. pic.twitter.com/CgfwwnqW8j
— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024
Nú hefur Conmebol, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, dæmt Nuñez og fjóra liðsfélaga hans sem tóku þátt í ólátunum í bann.
Nuñez fékk þyngstu refsinguna en hann óð upp í stúku þar sem fjölskylda hans var staðsett þegar hann sá að allt var að fara fjandans til að leik loknum. Hann missir af leikjum Úrúgvæ gegn Paragvæ, Venesúela, Perú og Ekvador í undankeppni HM 2026.
Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham Hotspur, var dæmdur í fjögurra leikja bann og þá fengu Mathías Olivera (Napoli), Ronald Araújo (Barcelona) og José María Giménez (Atlético Madríd) allir þriggja leikja bann.