Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er stjórnarformaður Kviku. Auk hans og Sigurgeirs sitja Guðjón Reynisson, Helga Kristín Auðunsdóttir og Ingunn Svala Leifsdóttir í stjórninni.
Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku banka fagnaði komu Guðmundar úr stjórn í starf framkvæmdastjóra á dögunum.
„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Guðmund til liðs við stjórnendateymi Kviku. Hann hefur áratuga reynslu í fyrirtækjaráðgjöf og fjárfestingum, er mjög vel tengdur í íslensku viðskiptalífi og hefur mikla þekkingu á allri starfsemi Kviku eftir margra ára störf í stjórn bankans og dótturfyrirtækjum hans í Bretlandi,“ sagði Ármann.