„Bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:01 Hafþór Júlíus Björnsson á enn heimsmetið í réttstöðulyftu sem hann setti fyrir fjórum árum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson er þess fullviss að hann muni bæta heimsmetið í réttstöðulyftu, heimsmet sem hann á sjálfur en telur að aðrir gæti verið nú svolítið sólgnir í. Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira