Kári er menntaður sjúkra- og fitnessþjálfari og kemur hann inn með mikla reynslu erlendis frá.
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, bauð nafna sinn velkominn á miðlum Víkings.
Síðustu ár hefur Kári Sveinsson verið í þessu sama hlutverki hjá Häcken sem spilar í Allsvenskan, efstu deild í Svíþjóð.
Frá og með áramótum kemur Kári í fullt starf og sér þá um meistaraflokka karla sem og yngri flokka félagsins ásamt því að vera meistaraflokk kvenna innan handar.
„Ráðningin er mikið framfararskref fyrir félagið í heild, en fram að áramótum mun Kári aðallega einbeita sér að því að stokka upp yngri flokka starfið í knattspyrnudeildinni. En ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið hann á meistaraflokksleikjum þar sem hann mun vera Óskari innan handar,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, í frétt á heimasíðu Víkings.