Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 12:01 Saquon Barkley var magnaður í nótt. Leandro Bernardes/Getty Images Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Sjá meira
NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Sjá meira