„Þetta er alvöru hret“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 20:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. „Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“ Veður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Sjá meira
„Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“
Veður Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Sjá meira