Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi hjá Veðurvaktinni.
Þar kemur fram að suðaustanlands hvessi í kvöld og standi sviptivindar jafnframt fram af Vatnajökli í nótt og fyrramálið þvert á veginn. „Allt austur fyrir Höfn. Á Skeiðarársandi við Gígjukvísl má reikna með sandfoki í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni.
Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna norðanáttarinnar sem framundan er. Appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi klukkan 18 í kvöld á Norðurlandi eystra og Ströndum og Norðurlandi vestra og verða í gildi til klukkan níu í fyrramálið.