Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:33 Gary Martin og Stefán Logi Magnússon fagna bikarmeistaratitli á sínum tíma með KR vísir/andri marinó Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar. Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar.
Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira