„Þarna á ég að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:45 Guðlaugur Victor axlaði ábyrð eftir tap kvöldsins. Getty Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. „Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Fyrsti stórleikur nýja stjórans Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Sjá meira
„Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14