Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 14:02 Pep Guardiola smellir kossi á Englandsmeistarabikarinn sem hann þekkir svo vel, en Manchester City hefur unnið titilinn fjögur ár í röð. Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira