Enski boltinn

Amorim: „Ég er ekki barna­legur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Amorim bugaður eftir tapið í gær.
Amorim bugaður eftir tapið í gær. vísir/getty

Vont tímabil Man. Utd varð verra í gær er liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni. United tapaði í vítakeppni gegn Fulham.

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Man. Utd, sendi stjóranum, Ruben Amorim, sneið eftir leik og sagði hann vera barnalegan að tala um að vinna deildina á meðan liðið væri í fjórtánda sæti deildarinnar.

„Að vinna deildina er langtímamarkmiðið. Það er aftur á móti barnalegt að halda því fram við getum unnið í ár eða vera liðið sem gerir atlögu að titlinum næsta vetur,“ sagði Amorim um gagnrýni Rooneys.

„Við erum stórt félag sem ætlar aftur að komast í þá stöðu að vinna deildina og fleiri titla. Við viljum gera betur og ég veit að við erum í erfiðri stöðu. Ég er ekki barnalegur. Þess vegna er ég að þjálfa United fertugur.“


Tengdar fréttir

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn

Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×