Okkar eigið Ísland: Skelltu sér í slímuga laug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 13:38 Félagarnir höfðu lagt of mikið á sig til þess að komast að lauginni svo það var ekki annað í boði en að skella sér ofan í. Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana. Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira