Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú.
Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks.
A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024
Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City.
Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár.
Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n
— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024
Önnur úrslit
- Roma 3-1 Servette
- Osijek 1-4 Twente
- Hammarby 1-2 Benfica
- Juventus 3-1 París Saint-Germain