Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 10:32 Zubimendi í baráttunni við Vinicius Junior í 2-0 tapi Sociedad fyrir Real Madrid síðustu helgi. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira
Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira