Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Julius Brown hafi verið leystur undan samningi við félagið. Karfan.is greinir í dag frá því að félagið hafi samið við bakvörðin Khalil Shabazz.
Shabazz lék með Balikesir í Tyrklandi síðasta tímabili en hann var áður í háskóla í San Fransisco. Í tyrknesku deildinni skoraði hann 17 stig og gaf sex stoðsendingar að meðaltali í leik. Bónusdeild karla hefst 3.október.