Pavel nýr liðsmaður Bónus Körfuboltakvölds Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Pavel reynir fyrir sér á nýjum vettvangi í vetur. vísir/bára Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta sem leikmaður og þjálfari, verður í hópi sérfræðinga í Bónus Körfuboltakvöldi á komandi keppnistímabili í Bónus deild karla. Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira
Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Sjá meira