Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla.
Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar.
„Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni.
Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“
Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.