„Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 10:23 Beirút í morgun. AP Ísraelsher gerði umgangsmiklar loftárásir á Beirút snemma í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Þá létu minnst nítján lífið í loftárásum Ísraela á mosku í Gasa í nótt. Samkvæmt heimildum Reuters féll sprengjuregn yfir borgina í þrjátíu mínútur. Þá hefur miðillinn eftir Ísraelsher að skotunum hafi verið beint að vopnageymslum Hezbollah-samtakanna í Beirút. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættu á að almennum borgurum yrði meint af. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Líbanon létust 23 í loftárásum Ísraela í landinu í gær. Þá hafi nærri tvö þúsund Líbanar látið lífið í átökunum síðustu daga. Sem fyrr segir segja líbanskir miðlar árásir næturinnar þær umfangsmestu frá upphafi átakanna. Blaðamaður BBC í Beirút segir nóttina eina þá verstu frá upphafi átakanna. Í umfjöllun Guardian segir að árásir hafi verið gerðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Beirút, en þaðan hefur fjöldi fólks flúið land undanfarna daga. Í tæpa viku hefur Ísraelsher gert loftárásir á úthverfi Beirút. Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Minnst 23 létu lífið í loftárás Ísraela á mosku og skóla á Gasa í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher sagði skotum beggja árása hafa verið beint að Hamasliðum en í frétt AP segir að ekki hafi fengist sönnun fyrir því. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00 Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Samkvæmt heimildum Reuters féll sprengjuregn yfir borgina í þrjátíu mínútur. Þá hefur miðillinn eftir Ísraelsher að skotunum hafi verið beint að vopnageymslum Hezbollah-samtakanna í Beirút. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættu á að almennum borgurum yrði meint af. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Líbanon létust 23 í loftárásum Ísraela í landinu í gær. Þá hafi nærri tvö þúsund Líbanar látið lífið í átökunum síðustu daga. Sem fyrr segir segja líbanskir miðlar árásir næturinnar þær umfangsmestu frá upphafi átakanna. Blaðamaður BBC í Beirút segir nóttina eina þá verstu frá upphafi átakanna. Í umfjöllun Guardian segir að árásir hafi verið gerðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Beirút, en þaðan hefur fjöldi fólks flúið land undanfarna daga. Í tæpa viku hefur Ísraelsher gert loftárásir á úthverfi Beirút. Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Minnst 23 létu lífið í loftárás Ísraela á mosku og skóla á Gasa í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher sagði skotum beggja árása hafa verið beint að Hamasliðum en í frétt AP segir að ekki hafi fengist sönnun fyrir því.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00 Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45
Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18