Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 22:17 Hareide segir að Kolbeinn Finnsson hafi verið minntur á hve vel hann stóð sig gegn Tyrkjum og Englendingum. Getty/Ahmad Mora Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira