„Við vorum bara niðurlægðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 23:36 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn og þótti leiðinlegt að liðið hafi ekki geta veitt þeim meiri skemmtun. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan. „Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
„Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira