Malín greinir frá gleðitíðindunum á Instagram. Fyrir eiga þau eina stúlku, Sigurrósu sem er fjögurra ára.
„Sigurrós ætlar loksins að verða stóra systir,“ skrifar Malín undir mynd af dóttur þeirra þar sem hún heldur á sónarmynd.
Malín og Svavar giftu sig þann 13. júní á þessu ár og trúlofuðu sig þann 23. júlí 2023.
Allir geta dansað
Malín tók þátt í dansþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 árið 2019, þar sem hún var fengin til að dansa og þjálfa Jón Viðar Arnþórsson bardagakappa.
Árið 2016 lagði Malín keppnisskóna á hilluna eftir sextán ára dansferil eftir að hún varð fyrir alvarlegum meiðslum þegar hún lenti í skíðaslysi í Noregi. Aðeins fimm mánuðum áður hafði hún sagt í viðtali við Lífið á Vísi að markmið sitt væri að verða heimsmeistari einn daginn en þá var hún númer níu á heimslistanum. Örlögin tóku þó í taumana.