„Getur skorað en þetta er enginn Remy Martin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:03 Wendell Green þurfti 25 skot til að skora 21 stig á móti Njarðvíkingum. Vísir/Anton Brink Wendell Green fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í stórleiknum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi en klikkaði úr mjög góðu skotfæri. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Green. Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti