Heilsuráð Önnu Eiríks fyrir haustið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. október 2024 09:34 Anna Eiriksdóttir hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir undirstrikar mikilvægi þess að fólk forgangsraði hreyfingu í daglegu lífi, jafnvel þótt það sé aðeins fimmtán mínútur á dag. Hér að neðan má finna fimm einföld ráð til að koma hreyfingu inn í rútínuna. „Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks) Heilsa Streita og kulnun Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira
„Ég hef aðstoðað fólk sem er að ganga í gegnum kulnun í vinnu, nýbakaðar mæður, konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið, hraust fólk sem vill bæta lífsgæði sín með reglulegri hreyfingu og lengi mætti telja. Það sem allir eiga sameiginlegt er að hreyfing hefur hjálpað verulega til að styrkja og efla andlega heilsu ásamt líkamlegu hreysti,“ segir Anna sem hefur starfað sem hóptímaþjálfari í rúmlega 25 ár. Samhliða þjálfuninni starfar Anna sem deildarstjóri hjá Hreyfingu ásamt því að halda úti heilsuvefnum annaeiriks.is. Tímaskortur engin afsökun Fimmtán mínútur Setjið ykkur markmið að hreyfa ykkur að lágmarki 15 mínútur á dag til að byrja með. Setjið það upp sem plan fyrir eina viku í einu. Prófið ykkur áfram Prófið ykkur áfram til að finna hvað hentar ykkur best. Það getur verið allt frá göngutúrum, sundi, hjólreiðum, fjallgöngum, útihlaupum, jóga, tennis, badminton, styrktarþjálfun, eða teygjum. Náttúran gefur Tengingin við náttúruna er ótrúlega nærandi og gefandi. Reynið að taka að lágmarki einn góðan göngutúr á viku úti í náttúrunni og andið að ykkur ferska loftinu, það er töfrum líkast. Námskeið eða æfingafélagi Að skrá sig á námskeið, í hlaupahóp, til einkaþjálfara eða í fjarþjálfun getur verið mjög hjálplegt til að koma sér af stað. Enn betra er að hafa einhvern með sér, því þá er maður skuldbundinn því að mæta á ákveðnum tíma og vill ekki bregðast æfingafélaganum. Hreint mataræði Næringin skiptir alltaf miklu máli. Reyndu að borða eins hreina fæðu og mögulegt er og forðastu unnar vörur og viðbættan sykri. Munið að enginn er fullkominn í mataræðinu og ætti ekki að vera með einhver boð og bönn. Þetta snýst um frekar um að stilla „óholla“ fæðu í hóf og njóta þess. Hér finnið þið allskonar góðar hugmyndir að fljótlegum og hollum réttum frá mér. View this post on Instagram A post shared by Anna Eiriks (@aeiriks)
Heilsa Streita og kulnun Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Sjá meira