Arnhildur hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 21:31 Arnhildur er fjölhæfur sérfræðingur sem brennur fyrir breytingum í borgarskipulagi, arkitektúr og byggingariðnaði. Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir þverfaglega nálgun og áherslu á minnkaða kolefnislosun og endurnýtingu byggingarefnis. Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins. Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Tilkynnt var um sigurvegara verðlauna Norðurlandaráðs í kvöld. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum, flokki bókmennta, kvikmynda, barna- og unglingabókmennta og tónlistar. Tvenn verðlaun rötuðu til Danmerkur, tvenn til Noregs og ein til Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar á verðlaunum Arnhildar segir að í vinnu sinni sem arkitekt komi Arnhildur að öllum stigum byggingarverkefna: borgarskipulagi, hönnun og smíðaferli bygginga. Með fjölbreyttum áhugamálum sínum og kunnáttu stuðli hún að breytingum og finni sjálfbærar lausnir í iðnaði sem beri ábyrgð á um fjörutíu prósent af kolefnislosun heimsins. „Hönnunarverkefni hennar, hvort sem um er að ræða einstaka hús eða borgarskipulag, snúast að miklu leyti um að nýta endurunnin og endurnýtt efni, minnkaða orku- og efnisnotkun, kolefnishlutlausar lausnir og ástundun sjálfbærs lífsstíls, t.d. með því að auðvelda notkun almenningssamgangna, deilihagkerfis og fleira,“ segir í rökstuðningnum. Þá segir að um þessar mundir vinni Arnhildur að rannsóknum að því hvort stýra megi hraunrennsli í mót til að nota við byggingargerð. Hún mun sýna vinnu sína við efnið á nítjánda Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025, fyrst Íslendinga. Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 hlaut Jakob Martin Strid frá Danmörku fyrir bókina Den fantastiske bus. Tónlistarverðlaun Norðuelandaráðs rötuðu að auki til Danmerkur en tónlistarmaðurinn Rune Glerup hreppti hnossið fyrir verkið Om Lys og Lethed. Norska kvikmyndin Sex eftir Dag Johan Haugerud hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Norðmaðurinn Niels Fredrik Dahl hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Fars rygg. Nánar má lesa um verðlaunin á vef ráðsins.
Norðurlandaráð Umhverfismál Sjálfbærni Húsavernd Bókmenntir Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Arnhildur tilnefnd til verðlauna Arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir hlýtur tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2024 fyrir þverfaglegt samstarf og fókus á endurvinnanlegt byggingarefni. Alls eru átta tilnefningar og verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust. 1. júlí 2024 13:52