Dómararnir heita Bartosz Frankowski og Tomasz Musial. Þeir ákváðu að gera sér glaðan dag áður en þeir áttu að dæma leik Dynamo Kiev og Rangers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í byrjun ágúst.
Þeir félagar gengu greinilega of hratt í gegnum gleðinnar dyr því aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn náðist myndband af þeim og einum öðrum að stela umferðarskilti.
Frankowski og Musial fengu upphaflega sekt en hafa nú verið settir í bann til 30. júní á næsta ári.
Frankowski átti að vera VAR-dómari á leiknum og Musial honum til aðstoðar. Þeim var skipt út á síðustu stundu og landar þeirra, Tomasz Kwiatkowski og Pawel Malec, hlupu í skarðið.