Í frétt NRK segir að fjórir séu slasaðir en enginn þeirra mun vera alvarlega slasaður. Um tuttugu manns voru í sporvagninum þegar slysið varð, um klukkan tíu í morgun, að íslenskum tíma. Klukkan var ellefu í Noregi.
Mikil óreiða er sögð ríkja á svæðinu og lögreglan segir að það verði lokað um langt skeið.
Byggingin sem sporvagni lenti á var rýmd og þurfa verkfræðingar að kanna þær skemmdir sem hún varð fyrir. Engan sakaði í byggingunni.
