Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í morgun.
Þá heyrum við í Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem ávarpaði þingið í morgun.
Einnig fjöllum við um verkföll kennara sem hófust í nokkrum skólum í morgun. Verkfallsverðir þurftu að sjá til þess að leikskóli á Sauðárkróki yrði lokaður.
Að auki fáum við viðbrögð frá forystufólki í VG og Pírötum en ný Maskínukönnun sýnir að flokkarnir séu við það að hverfa af þingi, verði úrslit kosninga í samræmi við könnunina.