Þetta herma heimildir People. Greint var frá því fyrir um ári síðan að hinn 44 ára Tatum og hin 35 ára Kravitz væru trúlofuð en nú virðist sambandið á enda. Þau höfðu verið í sambandi í þrjú ár.
Kravitz er hefur meðal annars farið með hlutverk sem Angel Salvadore í ofurhetjumyndinni X-Men: First Class, Divergent-myndunum, Fantastic Beasts-myndunum og þáttunum Big Little Lies. Þá hefur hún einnig túlkað Kattakonuna í kvikynd um Leðurblökumanninn.
Tatum er þekktur fyrir hlutverk sín í Step Up, G.I. Joe: The Rise of Cobra, Dear John, The Vow, 21 Jump Street, Magic Mike og G.I. Joe: Retaliation.
Tatum og Kravitz komu bæði að gerð hryllingsmyndarinnar Blink Twice sem frumsýnd var í ágúst og þar sem Tatum fer með hlutverk og Kravitz leikstýrir. Um er að ræða frumraun Kravitz sem leikstjóri.