Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 31. október 2024 20:03 Friðrik tíundi konungur Danmerkur ávarpar gesti við hátíðarkvöldverð í Kaupmannahöfn þann 8. október. Íslensku forsetahjónin, Mary drottning og Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra hlýða á. Getty/Martin Sylvest Andersen Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni. Ástralski miðillinn Now to Love hélt því fram að konungurinn hefði daðrað við Þórdísi á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar. Áhugi Ástrala á Dönsku konungsfjölskyldunni kemur til vegna þess að María er af áströlskum uppruna. Í umfjöllun Now to Love var því var haldið fram að María danadrottning hafi komist í uppnám vegna þessa og hún orðið tárvot. Sagt hefur verið frá umfjöllun ástralska miðilsins í fjölmiðlum hér á landi. Sjá nánar: Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi „Mér finnst hálfneyðarlegt að íslenskur fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega skrifi þetta sem frétt. Auðvitað er þetta ekki frétt. Það er enginn fréttapunktur í henni og hún stenst enga skoðun,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Ömurlegt að þurfa að sitja undir þessum fáránleika „Það er vissulega ömurlegt fyrir þetta ágæta fólk að þurfa að sitja undir þessum fáránleika. Það er margt mikilvægt og alvarlegt að gerast í heiminum og það er það sem við ræddum að mestu í umræddum kvöldverði. Það er dapurt að svona þvælist fyrir fólki, en ég læt svona meintar fréttir ekki þvælast fyrir mér, en myndi auðvitað gjarnan frekar vilja ræða alvöru stjórnmál,“ segir Þórdís. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, íslensku forstetahjónin, mæta á hátíðarkvöldverð dönsku konungsfjölskyldunnar. Friðrik konungur og María drottning taka á móti þeim.Getty Þetta meinta daður konungsins, þú kannast ekkert við það? „Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Þórdís sat á milli Friðriks Danakonungs og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur þetta kvöld. Hún segir að um hafi verið að ræða fínasta kvöldverð þar sem þau hafi rætt um pólitík, bæði stóru málin erlendis og alþjóðaþróun, en líka samstarf þjóðanna og almenna pólitík þerra. Hefur alltaf haft óbeit á þessum armi fjölmiðla Málefni konungsfólks og sögusagnir um einkalíf þeirra hafa lengi verið í sviðsljósi fjölmiðla. Þetta þekkist líklega hvað best í Bretlandi þar sem gula pressan fjallar ítarlega um ástir og örlög bresku konungsfjölskyldunnar. Hefur þú aldrei haft gaman af þessum frásögnum? Og hefur viðhorf þitt eitthvað breyst við það að lenda í þessu? „Ég hef alla tíð haft nokkra óbeit á þessari tegund fjölmiðla og hafði vonast til að við myndum halda okkur frá þessum standard frekar en að líta til hans og taka hann til fyrirmyndar,“ segir Þórdís. Slúðursögur hafa lengi lifað góðu lífi í íslensku samfélagi. Að mati Þórdísar er munur á því sem gengur manna á milli og birtist á síðum fjölmiðla. „Maður ræður auðvitað illa við hvað fólk segir hvert við annað. En fjölmiðlar hafa auðvitað fulla stjórn á því hvað þeir telja fréttnæmt og telja frétt. Og það er enginn fréttapunktur í þessari meintu frétt.“ Þórdís vonast til þess að héðan í frá muni íslenskir fjölmiðlar frekar sýna því athygli sem stjórnmálafólk geri í vinnunni á erlendri grundu og hvernig það standi vörð um hagsmuni Íslands heldur en frásögnum sem þessum. Ólafur Ragnar greinir frá mörgu áhugaverðu í nýrri bók.Vísir/Arnar Ólafur vissi ekki hvort María hefði daðrað við sig Í nýútkominni bók Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta lýðveldisins, sem ber titilinn Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave er rætt um atvik sem höfundurinn velti fyrir sér að væri daður af hálfu Maríu Danadrottningar, sem þá var krónprinsessa. „Svo dönsuðum við Dorrit en fórum snemma. Mary krónprinsessa ætlaðist þó greinilega til að ég dansaði við hana en við Dorrit vorum að fara svo að Mary kvaddi mig með tveimur kossum og strauk arm minn vinalega. Vissi ekki hvort það var daður!“ Bók Ólafs inniheldur dagbókarfærslur hans frá forsetatíðinni. Umrædd færsla var skrifuð 27. júní 2009, en þar var fjallað um hátíðarkvöldverð í Danmörku með dönsku konungsfjölskyldunni og öðrum ráðamönnum. Kóngafólk Danmörk Utanríkismál Ástralía Friðrik X Danakonungur Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Ástralski miðillinn Now to Love hélt því fram að konungurinn hefði daðrað við Þórdísi á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar. Áhugi Ástrala á Dönsku konungsfjölskyldunni kemur til vegna þess að María er af áströlskum uppruna. Í umfjöllun Now to Love var því var haldið fram að María danadrottning hafi komist í uppnám vegna þessa og hún orðið tárvot. Sagt hefur verið frá umfjöllun ástralska miðilsins í fjölmiðlum hér á landi. Sjá nánar: Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi „Mér finnst hálfneyðarlegt að íslenskur fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega skrifi þetta sem frétt. Auðvitað er þetta ekki frétt. Það er enginn fréttapunktur í henni og hún stenst enga skoðun,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Ömurlegt að þurfa að sitja undir þessum fáránleika „Það er vissulega ömurlegt fyrir þetta ágæta fólk að þurfa að sitja undir þessum fáránleika. Það er margt mikilvægt og alvarlegt að gerast í heiminum og það er það sem við ræddum að mestu í umræddum kvöldverði. Það er dapurt að svona þvælist fyrir fólki, en ég læt svona meintar fréttir ekki þvælast fyrir mér, en myndi auðvitað gjarnan frekar vilja ræða alvöru stjórnmál,“ segir Þórdís. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, íslensku forstetahjónin, mæta á hátíðarkvöldverð dönsku konungsfjölskyldunnar. Friðrik konungur og María drottning taka á móti þeim.Getty Þetta meinta daður konungsins, þú kannast ekkert við það? „Nei, að sjálfsögðu ekki.“ Þórdís sat á milli Friðriks Danakonungs og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur þetta kvöld. Hún segir að um hafi verið að ræða fínasta kvöldverð þar sem þau hafi rætt um pólitík, bæði stóru málin erlendis og alþjóðaþróun, en líka samstarf þjóðanna og almenna pólitík þerra. Hefur alltaf haft óbeit á þessum armi fjölmiðla Málefni konungsfólks og sögusagnir um einkalíf þeirra hafa lengi verið í sviðsljósi fjölmiðla. Þetta þekkist líklega hvað best í Bretlandi þar sem gula pressan fjallar ítarlega um ástir og örlög bresku konungsfjölskyldunnar. Hefur þú aldrei haft gaman af þessum frásögnum? Og hefur viðhorf þitt eitthvað breyst við það að lenda í þessu? „Ég hef alla tíð haft nokkra óbeit á þessari tegund fjölmiðla og hafði vonast til að við myndum halda okkur frá þessum standard frekar en að líta til hans og taka hann til fyrirmyndar,“ segir Þórdís. Slúðursögur hafa lengi lifað góðu lífi í íslensku samfélagi. Að mati Þórdísar er munur á því sem gengur manna á milli og birtist á síðum fjölmiðla. „Maður ræður auðvitað illa við hvað fólk segir hvert við annað. En fjölmiðlar hafa auðvitað fulla stjórn á því hvað þeir telja fréttnæmt og telja frétt. Og það er enginn fréttapunktur í þessari meintu frétt.“ Þórdís vonast til þess að héðan í frá muni íslenskir fjölmiðlar frekar sýna því athygli sem stjórnmálafólk geri í vinnunni á erlendri grundu og hvernig það standi vörð um hagsmuni Íslands heldur en frásögnum sem þessum. Ólafur Ragnar greinir frá mörgu áhugaverðu í nýrri bók.Vísir/Arnar Ólafur vissi ekki hvort María hefði daðrað við sig Í nýútkominni bók Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta lýðveldisins, sem ber titilinn Þjóðin og valdið: Fjölmiðlalögin og Icesave er rætt um atvik sem höfundurinn velti fyrir sér að væri daður af hálfu Maríu Danadrottningar, sem þá var krónprinsessa. „Svo dönsuðum við Dorrit en fórum snemma. Mary krónprinsessa ætlaðist þó greinilega til að ég dansaði við hana en við Dorrit vorum að fara svo að Mary kvaddi mig með tveimur kossum og strauk arm minn vinalega. Vissi ekki hvort það var daður!“ Bók Ólafs inniheldur dagbókarfærslur hans frá forsetatíðinni. Umrædd færsla var skrifuð 27. júní 2009, en þar var fjallað um hátíðarkvöldverð í Danmörku með dönsku konungsfjölskyldunni og öðrum ráðamönnum.
„Svo dönsuðum við Dorrit en fórum snemma. Mary krónprinsessa ætlaðist þó greinilega til að ég dansaði við hana en við Dorrit vorum að fara svo að Mary kvaddi mig með tveimur kossum og strauk arm minn vinalega. Vissi ekki hvort það var daður!“
Kóngafólk Danmörk Utanríkismál Ástralía Friðrik X Danakonungur Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira