Bandarískir miðlar keppast nú við að sýna búning hjónanna. Heidi sló heldur betur í gegn í fyrra þegar hún mætti í sitt árlega hrekkjavökuteiti klædd sem páfugl og fékk níu akróbatdansara sér til liðs til að mynda stélið og fætur fuglsins. Eiginmaður hennar, Tom Kaulitz, mætti þá sem egg.
Árið 2022 mætti hún sem ormur og lá á gólfinu í flestum viðtölum sem hún fór í.
Fyrirsætan heldur mikið upp á hrekkjavökuna og leggur alltaf mikið í búningana sína. Hún hefur meðal annars mætt sem simpansi, hún sjálf ásamt fimm tvíförum, gamalmenni, Fíóna úr vinsælu barnamyndinni Shrek og ýmislegt fleira.
Líkt og áður sagði er fyrirsætan þekkt fyrir þá búninga sem hún hefur klæðst í fortíðinni en hér að neðan má sjá nokkra slíka:


