Fólkið sem lést sat á bekkjum undir skyggninu þegar það hrundi í Novi Sad í norðanverðri Serbíu um hádegi að staðartíma í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stúlka er önnur tveggja manneskja sem eru undir brakinu.
Lestarstöðin var gerð upp fyrir þremur árum og frekari endurbætur voru gerðar í ár. Yfirvöld sem bera ábyrgð á stöðinni segja að skyggnið hafi ekki verið gert upp en það var reist árið 1964.
