Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gera megi ráð fyrir suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu síðdegis og björtu með köflum um mest allt land.
„Síðan kemur næsta lægð undir kvöld með vaxandi suðaustanátt og rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á morgun verður stíf suðaustanátt, einkum vestantil. Rigning eða súld með köflum, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 13 stig. Svo bætir í rigningu á sunnanverðu landinu um kvöldið.
Á miðvikudag kemur nýr hæðarhryggur yfir landið og þá skánar veðrið. Minnkandi suðvestanátt, 5-13 m/s síðdegis, hvassast norðvestantil. Dálítlar skúrir eða slydduél á Vestfjörðum en annars yfirleitt bjart. Hiti 2 til 7 stig. Þá um kvöldið kemur enn önnur lægð upp að landinu frá suðri. Vaxandi austanátt, rigning eða súld og hlýnar á sunnanverðu landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Suðaustlæg átt 10-18 m/s, hvassast vestantil. Rigning eða súld, en lengst af þurrt á norðanverðu landinu. Talsverð úrkoma sunnanlands um kvöldið. Hiti 6 til 12 stig.
Á miðvikudag: Suðlæg átt 8-13 og bjart með köflum, en stöku skúrir á norðanverðu landinu framan af degi. Gengur í austan 10-18 um kvöldið, með rigningu sunnanlands og slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Kólnandi veður, hiti 0 til 6 stig seinnipartinn.
Á fimmtudag: Vestan og suðvestan 13-20 og skúrir, en norðaustanátt með éljum á Vestfjörðum. Úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Kólnandi veður.
Á föstudag: Austlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti um frostmarki en allt að 5 stigum við suðurströndina. Hvessir með rigningu og hlýnar sunnanlands um kvöldið.
Á laugardag: Suðlæg átt og skýjað. Víða dálítil væta, en bjart að mestu norðaustantil. Vaxandi austanátt með rigningu um kvöldið, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast syðst á landinu.
Á sunnudag: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með rigningu víða um land, en snjókomu norðvestantil.