Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Arne Slot og Xabi Alonso mætast með lið sín á Anfield í Meistaradeildinni í kvöld. Getty/ Jan Kruger/Jörg Schüler Liverpool tekur á móti Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og það munu örugglega fáir stuðningsmenn Liverpool missa af þessum leik. Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ Sjá meira
Xabi Alonso stýrir liði Leverkusen en hann var mikið orðaður við það að verða eftirmaður Jürgen Klopp hjá Liverpool. Alonso hélt áfram hjá Leverkusen og Liverpool réð í staðinn Hollendinginn Arne Slot. Leverkusen tapaði ekki leik á síðasta tímabili og vann sinn fyrsta þýska meistaratitil frá upphafi. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í ár og í fyrra hjá lærisveinum Alonso en Slot hefur aftur á móti byrjað frábærlega með Liverpool. Alonso fékk hrós frá kollega sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerir hann að svo sérstökum stjóra þegar þú vinnur ekki með honum daglega en hann er sérstakur, það er á hreinu,“ sagði Slot. „Liðið var í hópi neðstu liðanna þegar hann tók við, þeir eyddu ekki miklum pening og notuðu nánast sömu leikmenn. Þetta lið tapaði bara einum leik og sá var í úrslitaleik Evrópudeildarinnar,“ sagði Slot. „Það er eins og áður sagði erfitt að segja hvað gerir hann svona góðan en eitt af því er örugglega það að hafa spilað fyrir svo marga ótrúlega stjóra á sínum leikmannaferli. Hann þekkir líka og skilur hvernig leikmönnum líður á ákveðnum tímapunktum,“ sagði Slot. „Besta leiðin til að komast að því hvað gerir hann svo sérstakan væri að spyrja leikmennina sem hafa spilað fyrir hann,“ sagði Slot. Leikur Liverpool og Bayer Leverkusen hefst klukkan 20.00 í kvöld en útsendingin á Vodafone Sport hefst klukakn 19.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ Sjá meira