Einn af stórleikjum kvöldsins fór fram í París þar sem Atlético Madríd sótti París Saint-Germain heim. Þar komust heimamenn yfir eftir mikinn klaufagang í vörn gestanna. Ousmane Dembélé renndi boltanum á hinn 18 ára gamla Warren Zaire-Emery sem vippaði boltanum snyrtilega yfir Jan Oblak í marki Atl. Madríd.

Nahuel Molina jafnaði hins vegar metin fyrir gestina aðeins fjórum mínútum síðar og eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins var staðfest að það stæði. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja.
Það stefndi allt í að liðin færu heim með eitt stig í pokahorninu en í blálokin gaf Antoine Griezmann á Angel Correa sem lék á varnarmann PSG og átti skot sem Gianluigi Donnarumma réð ekki við í marki PSG og gestirnir komnir yfir. Skömmu síðar var leikurinn flautaður af og lokatölur í París 1-2.

Í Þýskalandi var Benfica í heimsókn hjá Bayern München og fór það svo að heimamenn unnu 1-0 sigur þökk sé marki Jamal Musiala á 67. mínútu eftir sendingu frá Harry Kane.

Önnur úrslit
- Shakhtar Donetsk 2-1 Young Boys
- Feyenoord 1-3 Salzburg
- Sparta Prag 1-2 Brest
- Stuttgart 0-2 Atalanta
Stöðuna í Meistaradeild Evrópu má finna á vef UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu,