Heimamenn komust yfir strax á 2. mínútu leiksins en Rafael Leão svaraði fyrir gestina frá Mílanó. Hann jafnaði metin á 15. mínútu og kom Mílanó-liðinu yfir þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.
Heimamenn héldu að þeir hefðu jafnað metin en myndbandsdómari leiksins dæmdi mark liðsins í uppbótartíma af vegna rangstöðu, staðan 1-2 í hálfleik.
🎩 @RafaeLeao7 decide i primi 45' di #CagliariMilan! pic.twitter.com/9ZKrYOnlVE
— Lega Serie A (@SerieA) November 9, 2024
Aftur voru það heimamenn sem byrjuðu betur í síðari hálfleik og jöfnuðu þeir metin á 53. mínútu. Gestirnir brugðust við því með að setja Ruben Loftus-Cheek og Tammy Abraham inn af bekknum. Örfáum mínútum síðar var staðan orðin 2-3, Abraham með markið.
Heimamenn létu ekki segjast og jöfnuðu metin þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma, reyndist það síðasta mark leiksins og lokatölur 3-3.
A 𝗱𝗼𝗽𝗽𝗶𝗼 𝗟𝗲𝗮𝗼 risponde 𝗱𝗼𝗽𝗽𝗶𝗼 𝗭𝗮𝗽𝗽𝗮! 🤯⚽️⚽️#CagliariMilan pic.twitter.com/5vWnI8C68T
— Lega Serie A (@SerieA) November 9, 2024
AC Milan hefur nú aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum og situr í 7. sæti með 18 stig, sjö stigum minna en topplið Napoli þegar 11 umferðir eru búnar.