Dómurinn var kveðinn upp í gær. Saksóknari fór fram á tveggja og hálfs árs fangelsisdóm, þar af átján mánuði skilorðsbundna.
Ben Yedder var ákærður eftir að kona lagði fram kæru á hendur honum í september. Atvikið átti sér stað í bíl Ben Yedders. Hann var handtekinn á heimili sínu seinna sama kvöld eftir að hafa neitað að stöðva bíl sinn.
Ben Yedder viðurkenndi að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Hann kvaðst hafa verið svo drukkinn að hann mundi ekkert eftir að hafa brotið á konunni.
Framherjinn er án félags eftir að samningur hans við Monaco rann út í sumar. Hann skoraði sextán mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Ben Yedder er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Monaco með 118 mörk.
Ben Yedder á nítján leiki að baki fyrir franska landsliðið. Hann lék síðast með því í júní 2022.