Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í Marie Claire tímaritinu. Hún segir þar að það séu forréttindi fólgin í því að geta flutt úr landi. „Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki svo heppinn. Þeir eru fastir í þessu dystópíska landi.“
Þess er getið í umfjöllun BBC um málið að leikkonan sé áhrifamikil í Demókrataflokknum. Þar tali hún máli kvenna og þeirra sem séu af suður-amerískum uppruna í Bandaríkjunum. Hún hafi verið virk í starfi Demókrataflokksins í um tólf ára skeið, allt frá 2012. Þannig hélt hún ræðu á landsþingi flokksins í ár og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Kamölu Harris.
Longoria segir að sigur Trump í bandarísku forsetakosningum hafi tekið á hana. „Ef hann efnir loforð sín þá verður þetta ógnvekjandi staður,“ segir Longoria. Hún rifjar jafnframt upp að sigur Trump í kosningunum 2016 hafi gjörbreytt trú hennar á bandarísk stjórnmál.
Longoria er upprunalega frá Texas en hefur búið í Kaliforníu um margra ára skeið. Hún segist telja að þeim hluta ævi hennar sé nú í raun lokið.