Svartfellingar taka á móti Íslandi í Þjóðadeildinni en þetta er næstsíðasti leikur íslenska landsliðsins í riðlinum.
Það verða líka sýnir aðrir leikir úr Þjóðadeildinni í fótbolta þar á meðal leikur Tyrklands og Wales sem eru með Íslandi í riðli.
Bónus deild kvenna í körfubolta fer aftur af stað eftir landsleikjahlé og þá má einnig finna NBA-leik, íslenskt pílukast, þýskan kvennafótbolta, golf og íshokkí á Sportstöðvunum í dag.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 16.30 hefst upphitun fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 16.50 hefst bein útsending frá leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.00 verður uppgjör á leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.30 hefst bein útsending frá íslensku úrvalsdeildinni í pílukasti.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 20.00 hefst bein útsending frá leik Charlotte Hornets og Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.00 hefst útsending frá Anniku Sörensen golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Flórída Bandaríkjunum.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 15.50 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 12.55 hefst útsending frá leik Wolfsburg og Potsdam þýsku kvennadeildinni í fótbolta.
Klukkan 16.50 hefst útsending frá leik Tyrkland og Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.35 byrjar bein útsending frá leik Þýskalands og Bosníu í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Klukkan 00.05 er leikur Toronto Maple Leafs og Edmonton Oilers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Bónus deildin
Klukkan 15.55 byrjar útsending frá leik Grindavíkur og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Bónus deildin 2
Klukkan 15.55 byrjar útsending frá leik Hamars/Þórs og Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Bónus deildin 3
Klukkan 15.25 byrjar útsending frá leik Hauka og Þórs í Bónus deild kvenna í körfubolta.