Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2024 09:51 Skipagöngin yrðu þau fyrstu í heiminum. Framkvæmdir eiga að hefjast eftir rúmt ár. Kystverket Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Verkið verður í alútboði og byrjað á því að auglýsa forval. Áhugasömum verktökum býðst að mæta á ráðstefnu um útboðið á Gardermoen við Osló þann 17. desember. Þar verður verkefnið kynnt ítarlega. Þótt útboðið verði auglýst er gerð skipaganganna ekki í höfn. Norska Stórþingið setti það skilyrði að skipagöngin mættu ekki kosta meira en 5.060 milljarða norskra króna, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Tilboð sem berast þurfa að vera vel innan þess kostnaðarramma til að norska ríkisstjórnin gefi grænt ljós. Annars þarf að leggja málið aftur fyrir Stórþingið. Skipagöngin, sem yrðu þau fyrstu í heiminum, eru umdeild í Noregi. Af þeim sökum hafa þarlend stjórnvöld ítrekað frestað ákvörðun og sífellt beðið um nýjar úttektir og skýrslur. Margir telja framkvæmdina glórulausa sóun fjármuna og gagnrýna forgangsröðunina en hæpið þykir að siglingatollur muni standa undir kostnaði. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 37 metra breið og 50 metra há.Kystverket Helstu rökin með göngunum eru þau að auka öryggi sjófarenda um röstina og veðravítið við Stað, sem þykir einhver hættulegasta siglingaleið heims. Göngin njóta stuðnings sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi sem og sveitarfélaga á nærsvæðinu. Ráðamenn þeirra sjá einnig þann kost að skipagöngin verði aðdráttarafl ferðamanna. Göngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Stærð þeirra miðast við að farþegaferjur Kystruten og Hurtigruten geti siglt með öryggi um göngin. Fyrstu skipin sigla í gegn eftir sex ár, gangi áætlanir eftir.Kystverket/Multiconsult/Link Arkitektur Samkvæmt tímaáætlun Kystverket hafa áhugasamir verktakar frest til 31. janúar til að gefa sig fram. Í marsmánuði verða þrír til fimm valdir til þátttöku í útboðinu. Þeir eiga síðan að skila inn fyrsta tilboði fyrir 1. júní og lokatilboði í október 2025. Ef allt gengur upp verður tilkynnt um val verktaka í nóvember og samningar þá undirritaðir. Verkið á að hefjast snemma árs 2026 og er framkvæmdatími áætlaður tæp fimm ár. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum má sjá hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Ferðalög Tengdar fréttir Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Tvísýnt um skipagöngin sem þykja dýr fyrir norska ríkið Bakslag er komið í áform Norðmanna um að grafa fyrstu skipagöng heims. Pólitísk hrossakaup til að viðhalda lífi norsku ríkisstjórnarinnar veittu göngunum þó gálgafrest og komu í veg fyrir að þau yrðu slegin af. 17. desember 2018 11:00