Keppnin var haldin í 73. sinn og var met þáttaka, en alls 130 stúlkur hvaðanæva úr heiminum stigu á svið.
Það var Sheynnis Palacios, Ungfrú Níkaragva og Ungfrú heimu 2023 krýndi sem krýndi arftaka sinn. Í öðru sæti var Chidimma Adetshina frá Nígeríu og María Fernanda Beltrán frá Mexíkó í því þriðja.
Augnablikið sem úrslitin voru tilkynnt má sjá hér að neðan.
Sóldís Vala Ívarsdóttir var fulltrúi Íslands í ár og stóð sig með glæsibrag að sögn Manuelu Óskar Harðardóttur framkvæmdastjóra Ungfrú Íslands. Búningur Íslands í þjóðbúningakeppninni ár var í jöklaþema, en það er bandarískur hönnuður sem hannaði búninginn.
