Jóhann Berg var því mættur á blaðamannafund Íslands fyrir leikinn mikilvæga á móti Wales annað kvöld og var spurður út í hvaða áhrif fjarvera Arons hafi á íslenska hópinn.
Hversu slæmt er að vera án Arons Einars á móti Wales?.
„Það er mjög slæmt og leiðinlegt fyrir hann aðallega að hafa lent í þessu,“ sagði Jóhann Berg.
„Ég veit hvernig honum líður því ég hef lent sjálfur í þessu margoft. Þetta er eitthvað sem fótboltamaður vill ekki upplifa að þurfa að fara svona snemma af velli,“ sagði Jóhann.
„Auðvitað hefðum við vilja hafa hann hérna í vörninni með okkur en við verðum bara að takast á við það. Hann er ekki með okkur og það kemur maður í manns stað eins og við vitum,“ sagði Jóhann.
„Einhver annar fær sjensinn og vonandi grípur hann sjensinn og spilar flottan leik á morgun,“ sagði Jóhann.
Það má horfa á allan blaðamannafundinn hér fyrir neðan.