Westbrook byrjaði illa á sínu fyrsta tímabili með Denver en þetta er allt að koma og hann var með þrennu af bekknum í þessum leik, skoraði 12 stig, tók 10 fráköst og gaf 14 stoðsendingar.
Westbrook kom sér líka í vandræði hjá dómara leiksins sem henti á hann tæknivillu í leiknum.
Tæknivilluna fékk hann þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhlutanum og Denver var sautján stigum yfir.
Dómarinn var þá eitthvað ósáttur við augnaráð Westbrook í átt að andstæðingi eftir að hafa skorað góða körfu.
Westbrook fékk nefnilega tæknivilluna hreinlega fyrir að horfa á mótherja eða réttara sagt stara á andstæðing sinn í stutta stund áður en hann hljóp til baka.
Engin orð og engin tákn eða merki. Augnaráðið var nóg til að dómarinn gaf honum tæknivillu eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan.