Kolstad var lengi yfir í útileik sínum á móti Álaborg en varð á endanum að sætta sig við tveggja marka tap, 30-28. Danska liðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér sigurinn.
Sigvaldi Björn Guðjónsson nýtti fimm af sex skotum sinum í leiknum en Magnus Söndenå var markahæstur með sjö mörk og Sander Sagosen skoraði sex.
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir Kolstad en Benedikt Gunnar Óskarsson komst ekki á blað.
Kolstad var búið að vinna tvo leiki í röð efir aðeins einn sigur í fyrstu fimm leikjum sínum. Liðið situr eins og er í sjötta sæti B-riðilsins.
Magdeburg hefði getað komist upp fyrir Kolstad með útisigri á botnliðið RK Zagreb en varð að sætta sig við fjögurra marka tap, 22-18.
Þetta var fimmta tap Magdeburg í átta leikjum liðsins í Meistaradeildinni í vetur. Liðið er í næst neðsta sæti riðilsins.
Gisli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg en Ómar Ingi Magnússon var aðeins með eitt mark úr fjórum skotum. Ómar klikkaði á báðum vítaskotum sínum í kvöld.
Enginn leikmaður Magdeburg skoraði fleiri en þrjú mörk í leiknum í kvöld.